Mikilvæg atriði varðandi Top Reiter hnakkana

Top Reiter hefur framleitt hnakka í yfir 25 ár og mikil reynsla sem hefur safnast upp gegnum árin. En eitt af því mikilvæga sem við höfum lært er að það borgar sig að nota einungis fyrsta flokks hráefni í hnakkana, og það gerum við alltaf. Við höfum það líka að leiðarljósi að hnakkurinn sé góður bæði fyrir knapa og hest. Í vöruþróuninni höfum við virkjað okkar bestu knapa til að koma með hugmyndir og ábendingar varðandi hnakkana og gera þá þannig enn betri, því betur sjá augu en auga.

 

Softswing virkið

Í Softswing hnakkavirkinu fara saman algjörlega nýjar framleiðsluaðferðir og frábært efni með einstaka virkni.


http://topreiter-is.softwareconsult.dk/content/images/uploaded/soft_bom.jpg
 

 

 

Í sérstakri tölvustýrðri vél er stálfjaðravirki búið til sem síðan er steypt inn í séstakan hjúp úr sérhönnuðu sveigjanlegu Bayflex efni sem þolir mikið álag. Virkið er létt og níðsterkt og heldur sveigjukrafti sínum og formi bæði í miklum kulda og hita.

Hönnunin á þessu hnakkavirki var sérstaklega styrkt af Evrópusambandinu þar sem um algjöra nýjung var að ræða. Með tessu virki hefur Topreiter skapað sér mikla sérstöðu á markaðnum enda viðtökur frábærar um allan heim.

Efni

Flestir Top Reiter hnakkarnir eru fáanlegir með tveimur mismunandi undirdýnum:

Ull – þetta er sérstök gerviull þar sem þræðir ullarinnar eru holir en það gerir hana léttari. Þetta efni hefur einnig þá eiginleika að sjúga ekki í sig raka og hleypur því ekki í kekki eins og venjuleg ull gerir þegar hún blotnar.

 

Latex – þetta er sérstakt efni sem auðvelt er að forma og heldur mjög vel lögun sinni. Efnið dreifir þyngd knapans vel og gefur næmt sæti.

Leður - í hnakkana notum við einungis fyrsta flokks leður sem við fáum frá Þýskalandi, Ítalíu og Englandi.


 

Change-System

Móttökin á hnökkunum eru líka nýjung hjá Top Reiter. Á afar einfaldan hátt er hægt að skipta um móttök eftir því hvort fólk vill nota stutta eða langa gjörð. Þetta getur komið sér mjög vel.


 

 

Topreiter hnakkar

Hesturinn er okkar besti kennari, en við þurfum að passa upp á náttúrulegar hreyfingar hans.

Ef við truflum þessar frjálsu hreyfingar erum við á rangri leið.

Í uppsveiflu hreyfingamikils hests þurfa axlavöðvarnir mikið pláss til þess að geta tekið á móti uppsveiflu framfótar óþvingað.

Ef þessar hreyfingar eru, af einhverjum ástæðum þvingaðar, þá styttir hesturinn skrefið og sveiflan minnkar.

Hnakkar sem sitja illa á hestinum valda oft skaða t.d. spennu og eymslum í baki. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að búa til hnakk.

Soft swing virkið sem er í öllum Top Reiter hnökkum er mjög sveigjanlegt og lagar sig að baki hestsins. Þetta er mjög mikilvægt til að geta tekið á móti virku afturfótaskrefi þar sem hreyfing afturhluta hestsins nær langt inn undir sætið. Hnakkurinn má ekki vera þvingandi á þessa hreyfingu heldur fylgja henni í gegn.

En við hugsum ekki eingöngu um innviði hnakksins heldur skiptir útlit og gæði leðursins einnig höfuðmáli hjá okkur og því notum við, eins og áður segir, aðeins fyrsta flokks leður í alla okkar hnakka.

 

Ábyrgð

Við erum svo meðvituð um gæði allra okkar hnakka, að við ábyrgjumst þá alla.

Við erum með 5 ára ábyrgð á SoftSwing virkinu og 1 árs ábyrgð vegna framleiðslugalla í leðri.

Ef þú heldur að hnakkurinn þinn sé ekki eins og hann á að vera þá endilega hafðu samband við okkur topreiter@topreiter.is eða komdu með hann í verslun okkar í Ögurhvarfi 2.