Top Reiter International er þýskt fyrirtæki, með höfuðstöðvar á hestabúgarðinum Hrafnsholti rétt hjá Hannover og eru eigendur feðgarnir Herbert Ólason ”Kóki” og Ásgeir Svan Herbertsson "Geiri Kóka".

Top Reiter hefur verið í reiðtygjaframleiðslu síðan 1989 og hefur síðustu ár lagt áherslu á öfluga vöruþróun. Í dag er Top Reiter með fjölbreytt úrval af hnökkum og reiðtygjum. Undanfarin ár hefur svo verið að bætast við framleiðsla á fatnaði. Top Reiter vörurnar eru gæðavörur framleiddar úr gæða hráefni. Eigendur eru með áratuga reynslu í hestamennsku og einnig hafa sumar vörurnar verið hannaðar í samvinnu við þekkta reiðmenn bæði hérlendis og erlendis.

 

Verslunin Top Reiter var opnuð í Ögurhvarfi 2 í desember árið 2007. Í versluninni er að finna flest allt sem þarf til hestamennskunnar. Verslunin býður upp á mörg þekkt merki eins og Casco, Roeckl, Redback, Ariat og fleiri. Einnig hágæða yfirhafnir frá þýska fyrirtækinu Wellensteyn. Í Top Reiter er kappkostað að bjóða faglega og persónulega þjónustu í fallegu umhverfi. 

Top Reiter vörurnar fást einnig í einhverjum mæli í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi, í Líflandi á Akureyri, Líflandi Borgarnesi og KS Sauðárkróki.

 

 

Verslunin Top Reiter

 

 

Ögurhvarf 2

203 Kópavogur

Ísland

Netfang: topreiter@topreiter.is

Sími : 565 5151

www.facebook.com/TopReiterIsland